Þjónustutími um jól og áramót

8 Nov 2018

Livio verður lokað yfir jól og áramót eða frá og með 21. desember til og með 1. janúar.
Vinsamlegast athugið að á þessu tímabili verður símtölum ekki svarað. Tölvupóstum sem sendir eru á meðan lokað er verður svarað eftir að við opnum aftur, að undanteknum tölvupóstum frá fólki sem er í sprautumeðferð á meðan lokað er.

Síðasti dagur eggheimtu – 14. desember.
Síðasti dagur fyrir almenna sæðisrannsókn – 20. desember. Ath.að panta þarf tíma fyrirfram.
Síðasti dagur fyrir uppsetningu fósturvísa (ferskra og frystra) – 20. desember.
Síðasti dagur fyrir tæknisæðingu – 20. desember.

Við opnum aftur 2. janúar kl 8:00.
Fyrsti dagur fyrir almenna sæðisrannsókn – 2. janúar. Ath.að panta þarf tíma fyrirfram.
Fyrsti dagur fyrir uppsetningu á frystum fósturvísum – 3. janúar.
Fyrsti dagur fyrir tæknisæðingu – 3. janúar.
Fyrsti dagur eggheimtu – 4. janúar.

Í áríðandi tilvikum minnum við fólk í meðferð á neyðarsímann okkar.