Hvernig gengur þetta fyrir sig?

Fyrsta skrefið er að fylla út umsóknareyðublaðið sem er á heimasíðunni. Ef þú hefur einhverjar spurningar áður en þú sækir um þá vinsamlegast notaðu samskiptaeyðublaðið, þar sem þú getur skilið eftir símanúmer og tíma sem hentar þér að við höfum samband.

Til að geta orðið sæðisgjafi þarft þú að:
– vera heilsuhraustur og ekki hafa þekkta arfgengir sjúkdóma í fjölskyldunni
– Vera 23 til 45 ára
– Vera með BMI-stuðul (Body Mass Index) undir 32
– Vera reyklaus

Þegar þú hefur fyllt út umsóknareyðublaðið ásamt heilsufarsskýrslu munum við hafa samband og upplýsa þig betur um ferlið. Næsta skref er að fara í sæðisrannsókn. Hún er gerð á Livio Reykjavík. Þú þarft að hafa gild persónuskilríki meðferðis. Við munum spyrja þig hvað það er langt liðið frá síðasta sáðláti (sem þarf að hafa átt sér stað frá 48-72 klukkustundum fyrir sæðisrannsóknina).

Því næst færð þú sýnaglas undir sýnið og við vísum þér í lokað herbergi þar sem þú gefur sýnið. Ef gæði sæðisins uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til gjafasæðis munum við hafa samband við þig innan viku.

Ef sæðið þitt uppfyllir kröfur sem gerðar eru til gjafasæðis höfum við samband varðandi framhaldið. Við óskum eftir því að þú skilir þvag- og blóðsýni, og höfum svo samband við þig þegar niðurstöðurnar úr rannsóknunum liggja fyrir. Ef þær eru ásættanlegar þá verður þú boðaður í læknisskoðun og viðtal hjá félagsráðgjafa.

Samþykktir sæðisgjafar fá greiðslu sem nemur 7.500 krónur fyrir hverja samþykkta gjöf.

Ferlið í stuttu máli

  • Fylla út umsókn og senda heilsufarsskýrsluna
  • Símtal með upplýsingum. Tími gefinn í sæðisrannsókn
  • Sæðisrannsókn
  • Læknisskoðun
  • Viðtal við félagsráðgjafa
  • Gjöf fer fram, lágmark 10 skipti