Tæknifrjóvgun

Ýmsar meðferðir flokkast undir tæknifrjóvgun.  Þær eiga það sameiginlegt að kynfrumur eru meðhöndlaðar utan líkamans. Ýmist bara sæðisfrumurnar eða bæði egg og sæði.  Margvíslegar ástæður geta legið að baki þess að fólk fer í tæknifrjóvgun. Tæknifrjóvgun getur verið meðferð við ófrjósemi eða leið samkynhneigðra og einhleypra kvenna til barneigna.

Áður en meðferð hefst þurfa niðurstöður úr HIV og lifrarbólgublóðprufum að liggja fyrir.

Vinsamlegast athugið að samkvæmt lögum um tæknifrjóvganir þurfa pör sem fara í tæknifrjóvgun að vera í skráðri sambúð eða gift.  Hér er hægt að breyta hjúskaparstöðu.