Gæði og viðhorf

Það er markmið Livio að á sérhverri deild sé boðið upp á frjósemismeðferðir í hæsta gæðaflokki og með árangri eins og best þekkist í heiminum. Það er styrkur í því að geta miðlað þekkingunni milli systurdeildanna.

Gæði felast einnig í því að standa undir þeim væntingum sem fólk gerir til okkar. Fyrir góða heildarupplifun þarf að hlúa vel að þeim sem til okkar leita. Það felst í því að hlusta, gefa góðar upplýsingar og útskýra mismunandi meðferðarmöguleika út frá þörfum hvers og eins. Með þessum hætti viljum við gera fólki grein fyrir málunum eins vel og hægt er áður en ákvörðun um meðferð er tekin.

Gæðakerfið okkar er vottað samkvæmt ISO 9001.

Allt starfsfólk okkar er bundið þagnarheiti um allt er varðar hagi þess fólks sem það sinnir. Jafnframt viljum við beina því til þeirra sem okkur sækja að geyma það með sjálfum sér sem þeir kunna að sjá og heyra er varðar aðra.