Hvernig er löggjöfin?

Íslensk lög tryggja gjafanum réttinn til að hafa gjöfina rekjanlega eða órekjanlega. Með rekjanlegri gjöf er barni sem getið er fyrir tilstilli gjafaeggs eða gjafasæðis gefið færi á, þegar það verður 18 ára og lögráða, að fá upplýsingar um erfðafræðilegan uppruna sinn. Þess vegna verða persónuupplýsingar um gjafa vistaðar hjá Eggja- og sæðisbanka Livio. Í þeim tilvikum þegar barn kýs að leita upplýsinga um erfðafræðilegan uppruna sinn mun Eggja- og sæðisbanki Livio ævinlega hafa samband við þig og gefa þér færi á að undirbúa þig. Við órekjanlega gjöf þá eru upplýsingarnar um gjafann lokaðar fyrir barnið og það getur ekki fengið upplýsingar um erfðafræðilegan uppruna.

Samkvæmt íslenskum lögum má eggjagjafi að hámarki gefa egg til tveggja fjölskyldna, en einnig er heimilt að gefa egg til para eða kvenna erlendis sem þurfa eggjagjöf.