Af hverju ætti ég að gerast eggjagjafi?

Það geta verið margar ástæður fyrir því að vilja gerast eggjagjafi.

Flestar konur gera það vegna þess að þær vilja hjálpa pörum og einhleypum konum að eignast barn. Þú þekkir kannski sjálf einhvern sem hefur átt erfitt með að eignast barn. Kannski langar þig til að aðstoða aðra við að öðlast það sem þeir þrá heitast. Það er einstök gjöf að gefa öðrum möguleika til að eignast barn sem þeir gætu ekki án aðstoðar.

Einn kostanna við að gerast eggjagjafi er að þú færð ítarlega heilsufarsskoðun og upplýsingar um eigin frjósemi, alveg ókeypis. Þú færð einnig þóknun fyrir samþykkta eggjagjöf. Þóknuninni er ætlað að bæta fyrir tímann sem fer í það að mæta til okkar.