Hormónaörvun og eggheimta

Ef þú ákveður að gefa egg er mikilvægt að þú hafir fengið ítarlegar upplýsingar um hvað felst í ferlinu.

Konur fæðast með um það bil 300.000 óþroskuð egg. Þegar kynþroskaskeiðið og tíðablæðingar hefjast þroskast og losnar eitt egg mánaðarlega, fram að tíðarhvörfum.

Sjálf eggjagjöfin gerist á þann máta að á ca. 2 vikum undirgengst þú hormónaörvun með daglegum sprautum í kvið til þess að örva framleiðslu á eggjum. Á meðan örvuninni stendur ferðu í skoðun 1-2 sinnum með ómskoðun til þess að fylgjast með þróun eggbúa. Þegar eggbú hafa náð ákveðinni stærð er eggheimtudagur ákveðinn. Á meðan á eggheimtu stendur ertu vakandi. Náð er í eggin úr eggjastokkum ómstýrt, gerð er staðdeyfing og þú færð verkja-og kvíðastillandi lyf í æð. Sjálf eggheimtan tekur um það bil 10-20 mínútur. Eftir eggheimtu munt þú hvílast og fá upplýsingar áður en ferðinni er heitið heim. Vegna lyfjainntöku má ekki keyra ökutæki þann daginn. Á meðan gjöf stendur og stuttu eftir er hætta á að finna fyrir eymslum og þennslu í kvið. Á eggheimtudegi skalt þú vera í fríi og hvílast.

Við notum vægt hormónaörvandi lyf með litlum aukaverkunum. Þú færð tíðablæðingar 1-2 vikum eftir eggheimtuna og eftir það verður tíðahringurinn eins og þú átt að venjast.
Meðferðin hefur engin áhrif á frjósemi þína eða líkur á þungun í framtíðinni.