Hormónaörvun og eggheimta

Ef þú ákveður að gefa egg er mikilvægt að þú hafir fengið ítarlegar upplýsingar um hvað felst í ferlinu.

Konur fæðast með um það bil 300.000 óþroskuð egg. Þegar kynþroskaskeiðið og tíðablæðingar hefjast þroskast og losnar eitt egg mánaðarlega, fram að tíðarhvörfum.

Til að losa fleiri egg, eins og gert er í gjafameðferð, þá verður að örva eggjastokkana með hormóni sem nefnist FSH. Eggin eru fjarlægð með einföldu inngripi og eru seinna notuð við tæknifrjóvgun (IVF). Meðan á eggheimtunni stendur færðu verkjalyf til að koma í veg fyrir óþægindi. Að öllu jöfnu tekur eggheimtan um það bil 10-20 mínútur og að henni lokinni hvílir þú þig svolitla stund, en getur því næst farið heim.

Við notum vægt hormónaörvandi lyf með litlum aukaverkunum. Þú færð tíðablæðingar 1-2 vikum eftir eggheimtuna og eftir það verður tíðahringurinn eins og þú átt að venjast.
Meðferðin hefur engin áhrif á frjósemi þína eða líkur á þungun í framtíðinni.